Til Sölu er 20v Silvertop Corollan. Gríðarlega mikið hefur verið lagt í þennan bíl. Helstu uppfærslur á bílnum eru: Nýleg 1600cc 20ventla TwinCam vél (60.000km) með quadthrottlebody (hver cyl. er með sér soggrein!) og Wolf 3D standalone ECU (stillanleg á alla vegu). Þá má nefna nýja dempara að framan og aftan, nýjar bremsur allan hringinn, gataðir diskar að framan með performance bremsuklossum (ryka lítið sem ekkert og endast mjög vel), bremsudiskar að AFTAN (!), lítið notað, innflutt frá Japan og þýðir líka að hjólalegur að aftan eru í góðu lagi ásamt öllum búnaði fyrir handbremsuna. Nýir handbremsubarkar.
Bíllinn er með 06 skoðun án athugasemda. Kemur á 16” felgum og 14” vetrardekk á álfelgum fylgja með. Það eru fín Pioneer hljómtæki í bílnum, enginn auka magnari eða bassakeila en samt alveg þrusu góður hljómur í þessu. Það gæti verið samningsatriði hvort græjurnar fylgja eða ekki. Blá Neonljós eru undir sætum með stjórnborði. Aðrir kostir eru m.a: Limited slip differential (tregðulæsing) í gírkassanum, alskonar góðgæti frá Tómstundahúsinu (gírhnúður, stýri ofl.), Sportlegir Speglar (“M-style”) og einnig voru settir þrykktir stimplar í vélina úti í Japan.
Ég er ábyggilega að gleyma eitthverju í upptalningunni en það kemur bara seinna.
Ég myndi vilja sjá svona 6-700.000kall fyrir gripinn (þá bara miðað við peninginn sem búinn er að fara í hann, ekki alla vinnuna! (á nótur fyrir eitthverju af þessu)) en er til í að hlusta næstum hvaða vitræna tilboð sem er. Þetta er pottþéttur bíll fyrir Toyota aðdáendur sem kunna eitthvað á bíla (eins og ég!) og ég get lofað því að í samanburði við hvaða 1600cc Corollu sem er þá skarar þessi langt framúr hvað varðar afl og þess háttar.
Svara öllum spurningum á tölvupóstinum: tommi20v@yahoo.com
Myndir og uppl.
http://www.20v4age.com/
http://www.20v4age.com/websalbum.htm

Kveðja
Tómas

p.s. Athuga alveg að taka eitthvað drasl uppí. Maður getur jú ekki orðið bíllaus lengi!