Ég er að spá og spigulera!

Er einhver sem hefur prófað eða á eða þekkir einhvern sem á
Honda Civic 1.6 V-TEC árgerð 1997-2000 160 hp bílinn.
(ég veit alveg að hann hefur stundum mælst sem 90 hp bíll)
Alveg sama 3 dyra eða 4 dyra bílinn.

Ég vil bæði fá góð og slæm komment, eyðslu, hröðun, viðhald (t.d. er eitthvað sem þarf að skipta um á einhverjum km fresti frekar enn á öðrum bílum, er eitthvað viðhaldsvesen í þessu v-tec dóti, er þetta sniðugt?) - Mælir ÞÚ með honum?
Afhverju eða afhverju ekki?

Mig langar helst að fá reynslusögur frá einhverjum sem hefur átt eða á svona bíl.

Mér er alveg sama hvað fólk segir að ég eigi að fá mér einhver USA með 350 kúb og heitum kampás og 400hp+ og vitleysu, ég á 10 ára gamlann BMW og langar til að fara endurnýja, og fá mér eitthvað minna og kraftmeira.

P.S. Þótt það sé einhver sem eigi svona Honda þá ætla ég ekki að fara kaupa svoleiðis bíl núna, enn reyndar er BMW-inn minn til sölu ef þú hefur áhuga - www.islandia.is/svessi/bmw