Til sölu eru tvær Hondur CRX, báðar svartar, 1.6i 16 DOCH (twin-cam), 130+ hp, 910-930 kg. ekki V-tec. Önnur er árgerð ’89 ekin 165 þús. km. En í henni fór heddpakkning (ný fylgir með). Boddýið er ekki upp á marga fiska en þann bíl hef ég svo notað sem varahlutabíl fyrir hinn, það er ’91 árgerðin skoðuð ‘05, ekin 235 þús. km. En vélin var öll tekin upp í 170 þús. km. Boddýið er mjög gott og þrátt fyrir mikinn akstur er hann í góðu standi, allur mekkanismi að virka sem skyldi og allt þétt enda vel verið hugsað og hirt um hann í gegnum tíðina. Þær seljast aðeins saman. Eins og kom fram í fréttablaðinu þann 30. maí síðastliðinn eru CRX þvílíkir eðalbílar, snilldarsmíð, með brilljant mótoruppsetningu og allt annað í bílnum frábært. :)
Honda CRX ’89:
14” álfelgur með notuðum heilsársdekkjum
Ný kúpling
Nýr stýrtisendi
Honda CRX ’91:
14” stálfelgur með Honda hjólkoppum og notuðum heilsársdekkjum
15” Honda-álfelgur með notuðum low-profile sumardekkjum (205/50 R 15)
Léleg kúplingarlega (nýtt í hinum)
Nýjir bremsuklossar að framan
Nýjir spindlar
Nýr stýrisendi
Opið púst
K&N sía
Filmur
Ný kerti og kertaþræðir
Geislaspilari
Ný stefnu/parkljós
Svuntan að framan er aðeins skökk og brotin eftir smástuð, möguleiki á viðgerð
Auka:
Framljós
Pakkningasett
Tilboð óskast, sendið mér skilaboð
Takk fyrir,
Eyþór Y.
