Mér fynnst svona eins og sá sem bjó þessa könnun til þyki lítið til dísel bíla koma, enn þeir geta nú bara verið ansi magnaðir.

Félagi minn hefur aðgang að GMC suburban með 6.5 lítra Turbo Dísel V8 220 hp á 35" Þokkalegur kraftur, í 2,5 tonna flikki.
T.d. ef maður kemur fyrir horn og gefur sæmilega í þannig að hann spóli smá, þá stígur fólk í kring yfirleitt skref afturábak.
Svo hef ég heyrt að BMW 750 Dísel sé nokkuð öflugur og slái 750 bensín ekkert slöku við þótt ég hafi aldrey prófað diselbílinn. Þætti gaman að vita ef einhver hefur einhverjar sögur af diselnum.

Svo meira í sambandi við disel bíla, þið vitið sennilega öll af Toyota Twinn bílnum, Bensín+Rafmagn sem á ekki að eyða nema 5-6 lítrum á hundraði, jæja flestir að stærri bílaframleiðendum i USA t.d. Dodge, Ford, Saturn og fl. eru allir að prófa þetta Twin dót með Disel vél, þannig að svoleiðis fólksbíll ætti ekki að eyða meira enn 3-4 lítrum á 100 og hröðun úr 0-100 er um 10-12 sec, engir sportara enn örugglega ágætis fjölskyldubílar!
Fyrstu svoleiðis bílarnir koma á markaðinn 2003 eða eftir 2 ár.

Annars prófaði ég Toyota Prius bílinn um daginn og þótti hann bara vera ágætur, þótti gaman að sjá hvernig þetta virkaði, (reyndar fann maður ekkert sá bara hvað var að gerast á skjánum.)
Enn það á enn eftir að koma reynsla á þetta hérna heima!

Hefði kannski átt að senda þetta sem grein í staðin fyrir kork!
Jæja!

Svessi d;D