er núna að fara að kaupa mér minn fyrst bíl og langaði að spurja um smá ráð.
ég fann eina hondu civic sem mér leist mjög vel á, hún kostaði 490 þús (verðflokkur sem ég ætti að ráða við eftir harða vinnu í sumar), hún er ekin 119 þúsund, er ´96 árgerð og lítur vel út að utan og þokkalega að innan.
ég veit nú ekki mikið meira um hana en langaði að skoða það aðeins betur, og langaði þessveggna ða spurja ykkur hvað ykkur finnst mikilvægast að ég skoði? svo líka hvort þetta verð sé sæmilegt svona miðað við að hún sé í góðu standi?