Sælir.

Já þannig er því miður mál með vexti að Alternatorinn í bílnum mínum (VW Golf 99) er eitthvað að klikka.
Tölvan í mælaborðinusýnir alltaf “Alternator Workshop” og þá kviknar rafgeymisljósið og svo stuttu seinna kemur ABS ljósið ásamt bílbeltaljósinu. :S
Þá drepst algjörlega á bílnum og ég þarf að hlaða inná rafgeyminn sem að gerir lítið gagn vegna þess að alternatorinn er ekki að framleiða rafmagn.


Ég fór með bílinn minn á Heklu og var hann þar í 2. vikur á verkstæði, ég fékk hann í gær og þetta sama gerðist 2 klst eftir að ég fékk hann.

Kannast einhver við svona vandamál? :|