Sælir og sælar. Ég er að fara að byrja í æfingarakstri en núna seinustu daga hef ég verið að fara með föður mínum uppá plan og keyra bílinn okkar en vandamálið er það að hann er óþolandi. Hann er alltaf sívælandi hvað ég er að gera vitlaust og er alltaf þá meina ég ALLTAF að setja útá eða segja hvað ég á að gera.

Núna var þetta að enda með rifrildum hjá okkur feðgum rétt áðan. En hvað ætti ég að gera? Bíða eftir ökuprófinu? (Það er í júlí) Sem ég vill helst ekki en maður verður bara svo fjandi pirraður að vera með pabba í bíl. EÐA á ég að biðja hann afsökunar og taka þessu sem hann er að segja?

Ég veit ekki hvað ég ætti að gera, ég er á báðum áttum.