Fylgjandi umræðunni hér fyrir nokkrum mánuðum um ákveðna gulllitaða VW Boru…en núna er kominn nýr vitleysingur í bæinn.
Ég kíkti á Esso planið í gær og steig út úr bílnum að fá mér sígó…þá heyri ég þetta rosalega “vélahljóð” og lít við, hélt að þetta væri kannski Sunny GTi með ónýtu pústi eða GTi rolla en nei nei, þá er þetta Subaru impreza! Þá er þetta einhver sveitavitleysingur sem er búinn að setja Imprezu 1.6 lx dökkrauða á álfelgur, stillanlegan WRX spoiler, setja gat á pústið og kítta húddskop af pajero held ég og rifluð skop til hliðar, og þetta er vel asnalegt! Húddskopið er vel neðarlega á húddinu og svo sjást svartar kíttisklessur vel út á húddið. Svo hef ég heyrt það að í staðinn fyrir að kaupa hvíta mæla, þá hafi drengurinn klippt út A4 blað og límt á mælana!
Það fyndnasta er að drengurinn hangir sífellt á esso planinu, alltaf að gefa inn í von um að einhver taki eftir sér, heldur líklega að hann sé á einhverjum svaðalegum bíl.
Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu, maður hefur heyrt að fólk kaupi sér spoiler eða eitthvað slíkt á venjulega imprezu, en að líkja eftir GT bílnum sona rosalega, og gera það sona illa?
KV. Geiri