Þetta er alveg rétt hjá þér, ég prófaði algjörlega óbreytta Civic og mér fannst þrusugott að keyra hana, frábær kraftur (160hö) og góður í stýri, svo fynnst mér ekkert að því að skella betri græjum í bílinn en öllu má nú ofgera, eitt box og magnari er nóg.
En menn vilja eins og þú segir allan pakkan, augnlok, spoiler, kitt og allt þetta sem stundum fer ekki við bílinn.
En svo eru til sumir sem hafa breytt þessum bílum rosalega flott, um civic má segja sama um Imprezur sem hafa fengið orðsporið loftpressur sem lýsa þeim reyndar ágætlega ;)
En Imprezur eru ekkert leiðinlegir bílar til að keyra held, menn eru bara stundum svo öfundsjúkir eða hvað er!
Annað dæmi er RX-7 vinur minn á eitt stykki svoleiðis twin turbo og menn halda því alltaf fram að vélarnar séu að fara í þessu hægri vinsti en það er bara tómt bull!
Það er bara að reyna keyra þær þegar olíuþrýstingur hefur fallið niður (bíllinn hefur hitnað) og passa auðvitað olíuna.
Svo eru þetta fóðringarnar á snúðinum sem eru að fara ekki vélin sjálf, þessi vél er miklu einfaldari en venjuleg 4 cyl vél (Otto hreyfill) og því oftast ekkert mál ef menn hafa aðstöðu að skipta um þessar fóðringar. Hef reyndar ekki skipt um þær sjálfur en ég hef séð þessar vélar og heyrt af þessu.
S.s svo ég geti klárað þetta “stutta” svar að menn ættu að hætta þessum fordómum gagnvart hinum og þessum bílum, þótt einn eða tveir bílar hafi bilað af sömu tegund er ekki hægt að dæma alla tegundina undir þeim bilunum.
Alveg eins og svertingja ;)