Mig langar til að vita hvort einhver hér hefur reynslu af þessum búnaði.
En þetta er stálhringur sem er settur á milli loftsíu og “throttle body” og á að mynda hvirfilhreyfingu á loftið svo það blandist betur eldsneytinu þegar það fer ofan í strokkana.

Það á að skila meira snúningsvægi (torque) frá vélinni og minnka eyðsluna eitthvað.

En það er spurning með þetta eins og aðra “undrahluti”, er þetta að virka eitthvað og af hverju væru þá ekki allir bílaframleiðendur búnir að setja svona útbúnað í bílana ef þetta sé svona
dásamlegt!

Væri gaman að heyra einhverjar reynslusögur frá
ykkur.