Ég var að skoða Ebay eins og svo oft áður og rakst á þennan rrrrrosalega Viper til sölu.
Það sem við erum að tala um er 2003 árgerð af
SRT-10 með blæju.
Hann er breyttur af Hennessey og er sagður vera 1200 hestkvikindi og fer kvartarann á 8,9!!!
Ég fékk alveg heiftarlega í magann af því að skoða þetta af því bílar í USA í dag eru svo svívirðilega ódýrir að mann langar bara að fara á allar bílasölur hér á Íslandi og berja bílasalana svolítið;) Ég er ekki að skilja verðlagninguna á bílum hér á landi, en það hefur örugglega sínar ástæður
(Sorry þeir sem eruð bílasalar hér..þetta er ekkert persónulegt)
Þessi bíll kostar eins og nýr Landcruiser með nokkrum aukahlutum og ætti því að vera á færi mjöööög margra að kaupa þennan grip þó að enginn eigi eftir að gera það.

En hérna er dýrið–

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&rd=1&item=4531295609&category=6209