Svo er mál með vexti að ég var að skutla einum félaga mínum heim og þegar hann er að stíga útur bílnum kemur “leyni”lögreglubíl og tveir óeinkennisklæddir menn stíga út og labba að bílnum mínum og sýna mér merkin sem hanga um hálsin á þeim og ég skrúfa niður rúðuna og þá byrjar hann að lesa yfir mig að þessi bláu neonljós séu bönnuð og ég megi ekki hafa þau og svo fer hann að spyrja hvar ég hefði verið, kemur það honum við spyr ég bara? hann hefur enga ástæðu til að vera eitthvað að “yfirheyra” mig en ég nennti ekki að vera með einhverja stæla og sagði honum það svo spurði hann bara hvort ég sé á sakaskrá og svoleiðis en allt í góðu, þeir leita ekkert í bílnum enda enginn ástæða til og fara, en mín spurning er… hvað eru´Á.G mótorsport að selja sem ég má ekki einu sinni nota og afhverju segja þeir manni ekki frá þessu ég get bara notað þetta í bílnum enda með kveikjara inputi á. Enn ég er ekki hinn týpíski nöldrari hef bara ekkert að gera og langar að vita skoðanir ykkar á þessu.
How do you know when the world has changed?