Var að velta fyrir mér hvort einhver hér gæti bent mér á hvernig dempara ég ætti að fá mér. Það er löngu kominn tími á afturdemparana og ætla ég að hendast í það eftir helgi. Hvaða tegund og hvar? Svo er eitt smá vandamál. Hef verið í talsverðum vandræðum með bakhurðina (skottið) á bílnum mínum. Þetta eru samlæsingar og stundum er ekki hægt að opna skottið. Ég hef þurft að rífa frá plast vegginn og hjakka í þessu og þá oft lagast þetta. En hvert á ég að fara með bílinn í svona aðgerð, og er eitthvað sem ég kannski gæti gerst sjálfur til að laga þetta?