Ég á gamla '88 Mözdu 626 með 1800 vél sem ég get annaðhvort hent eða sett nýja vél í. (hún er nefnilega keyrð 213 þús.)
Hvernig vél get ég sett ofaní dolluna án þess að þurfa að saga og sjóða? Mig langar nefnilega í fleiri hesta.
Ætli ég geti smellt 2500 V6 vélinni beint í?

Og svo annað:
Ég er búinn að berjast við að fá einhvern hita í bílhelvítið í tvö ár en ekkert gengur. Það er ekki vatnslásinn, heddpakkningin eða stífla í miðstöðinni. Einhverjar uppástungur?

mercfan