ég var einungis að benda á að allar breytingar sama hversu dýrar, felgur, spolerakitt og allir aukahlutir falla af verðinu á ca. 2 árum svo þessar 400 þús króna breytingar breyta verðinu ekki. Ég er ekki að reyna að skemma fyrir þér, getur vel verið að þú náir að selja hann hátt, ég vill bara benda saklausum nýgræðingum á að það sem þú ert að setja á hann er OF hátt.
Ég var t.d. að kaupa mér Honda Civic 1,5 V-Tec 97' með græjum uppá eikkern pening, 16" Álfelgum Low Profile, rándýr dekk, spoiler, þetta var sett á fyrir ekki svo löngu og þetta taldi ekkert upp í verðið.
Eina sem ég er að gera er að benda á að allar breytingar falla af verði eftir 2 ár ca.
Ég giska á að ef þú ferð með hann upp í umboð færðu hann metinn á ca. 350-450 þús