Ég hef nokkuð verið að hugsa um sektir fyrir umferðarlagabrot.

Að vísu er tilefnið ekki að ég sé að láta stoppa mig í tíma og ótíma.

hvernig líst mönnum á að sektir verði tengdar við árstekjur síðasta árs og verði eitthvað ákveðið hlutfall af þeim.

Það hefur tildæmis lítið áhrif á mann sem hefur 5 milljónir í árstekjur að þurfa að borga 15 þúsund í sekt. En fyrir mann sem hefur aðeins 1 milljón hefur það mikið að segja.

Að vísu er punktakerfið (að ég held) til komið til þess að koma í veg fyrir að þeir sem eigi mikið af peningum geti keyrt eins og asnar og þurfa ekkert að pæla í því að ein hraðasekt muni setja allan mánuðinn á hvolf.

Hver hefur ekki séð einhvern forstjórajeppann koma æðandi framúr sér upp Ártúnsbrekkuna og sjá bílstjórann vera að tala í símann?

Ég held þetta ætti að vera eitthvað sem vert væri að hugsa vandlega fyrir yfirvöld (en þau hafa auðvitað ekki mikinn áhuga á því, því þar eru nú svartir sauðir líka).