Í greininni sem skrifuð var um Porsche 911 Carrera S í dag, miðvikudaginn þann 13.október tekur greinarhöfundur það fram að Porsche-inn sé fjögurra cylendra!

Vonandi verð ég ekki kærður fyrir ritstuld, en hér á eftir eru beinar tilvitnanir upp úr greininni:

“Tækifæri gafst til þess á dögunum að snúa 3,8 lítra boxer-vélinni í sjö þúsund snúninga og heyra hálfkæft öskrið frá öllum fjórum strokkunum þegar þeir þeytast upp og niður inni í sínum lokuðu hólfum…”

“…það gefst ekki á hverjum degi tækifæri til að skynja aflið sem sem eingöngu fjórir strokkar skila út í drifrásina…”

Þetta eru sennilega ekki prentvillur, vegna þess að það var tekið skýrlega fram tvisvar sinnum í greininni að vélin væri 4 cylendra…
Þeir hjá Mogganum ættu virkilega að íhuga það að ráða sér nýjan bílablaðamann.

Ég hef sterkan grun um að höfundur greinar bílablaðsins sé kvenkyns… Samt ekki illa meint stelpur ;o)