Jæja nú hef ég verið mikið að kinna mér málin í bílakaupum og þannig skonar og fór að spá akkuru og hvers vegna er t.d. sparibill 100-500+þ ódýrari en öll bílaumboð.

Það er margt gott í þessu allavega sparar maður þanna strax mikinn pening en þessi sparnaður er ekki alltaf góður. Allavega eru til dæmi þar sem bílarnir eru alls ekki í neinni ábirgð þegar þú kaupir þá á sölum. Vill nú ekki nefna nein nöfn en þetta er þá fyrir framleiðslugöllum og ótímabærum bilunum. T.d. skipting fer o.s.frv.
Síðan var ég að ræða við einn sölumann um daginn og hann sagði mér að ef ég myndi kaupa þann bíl sem ég var að spá í myndi ég ekki fá jafn ódýra smurningu og hafa minni rétt en þeir sem keiptu nákvæmlega sama bíl. eini munurinn er að ég kaupi hann ekki af umboði þar af leiðum er dýrara fyrir mig að láta laga hann.
Þar að auki sagði hann við mig að ef t.d. skipting eða vél færi í bílnum hjá mér og bíllinn væri í ábirgð þá myndi ég þurfa að borga þeim fyrir að rukka framleiðandan um ábirgðina og að umboðin borgi oftast með.
Tökum sem dæmi þá sagði hann kannski bíllinn er ekinn 35þúsund og skiptingin fer í honum. Ég akveð að fara með hann á verkstæði hjá umboðinu sem er með umboðið fyrir þennan bíl. Þeir laga hann og láta mig vita að viðgerðin gæti farið í sona um 350-400 þúsund og að bílaframleiðandinn er ekki til í að borga sona mikið hann hefur bara X tölu á viðgerð og ef þessi tala er of há sem er víst oftast þá þarft þú að borga mismuninn sem gæti verið allt að 150þ og tala ég nu ekki um ef bílinn er ekki í ábirgð.

Þannig þetta er vingjarnlegt ráð til ykkar sem ég er búinn að taka eftir og spáið allt til enda áður en þið fjárfestið í dýrum eignum.