Hvað er þetta með gyllta bíla í dag? Það er “Gull-Boran” svo er hrúga af gylltu Puggum, það eru gylltir Focus, gylltir Bimmar…svo er einn gylltur Legacy. Ég átti leið framhjá Bílastjörnunni í Grafavogi og þar sá ég gyllta Imprezu GT. Það var ALLT gyllt á henni. Grillið, húddristar, allur framstuðari. ALLT! Mér persónulega finnst þetta ekki flott. En misjafn er jú manna smekkur. Þetta er bara too much að mínu mati. Mig persónulega langar ekki í gylltan bíl. Allt annað að hafa gylltar felgur eða gyllt merki, en gylltur bíll er bara too much. En jú, bara mitt álit.
Þetta er undirskrift