Ég er nýbúinn að setja bílinn minn í gang eftir gagngerar endurbætur og er búinn að stilla ventlabil og kveikjutíma og kertabil en samt er eitthvað fokk í gangi því að ef ég gef honum snögglega rúmlega hálfa gjöf þá hreinlega deyr hann þar til ég sleppi bensíngjöfinni þá höktir hann í gang aftur. Ég hélt að þetta væru ónýt kerti og þau gæfu ekki neista þegar þrýstingur ykist en ég skipti um kerti og það breyttist ekkert. Ég get sett hann á fullan snúning með því að gefa honum rólega. Vacuum pungurinn sem flýtir kveikjunni er nýr svo að það er varla hann sem er að strýða. Getur verið að bensínið sé orðið útandað? (hann er búinn að vera inni í skúr frá því um páska)

Dettur ykkur eitthvað annað í hug?