Halló

Ég er í smá vandræðum með bílinn minn. Hann stóð óhreyfður í nokkur ár en búinn að vera í keyrslu síðustu 3 ár af fyrri eigandaþ Ég fæ ekki skoðun á hann því það er ójöfn bremsa að aftan, (annað hjólið bremsar meira en hitt).
Nú er ég lítill sérfræðingur um bíla, ég var að taka skálina af og skoða þetta og svo virðist sem að þegar ýtt er á bremsuna þá færist bara annar borðin út.
Bremsudælan virtist vera í lagi (þrýsti báðu megin) Hvað gæti þetta eiginlega verið ?
Með von um einhver svör frá ykkur sérfræðingunum

Kveðja
Jói