Jæja spekingar!

Ég er búinn að vera að pæla í að fá mér undir 100þ. kr. haug en reynsla mín upp á síðkastið hefur verið verri en í “den”. Þannig að ég verð að pæla í snilldar tilboði sem ég fékk, en eins og alltaf fylgir böggull skammrifi…

Mér býðst Ford Ka módel 2000 á verði sem er undir uppítökuverði, þá meina ég hjá öðrum umboðum en Brimborg! Lítur prýðisvel út og keyrður ca. 20k. Ábyrgð frá umboði í 2 ár í viðbót. Ætti að vera skothelt, en… Þessi bíll er f.v. fyritækisbíll og gæti hafa (hefur?) þolað marga slæma ökumenn. Engin tilkeyrsla eða samúð. Hann hefur á móti fengið reglulega þjónustu. Ætti þetta að gera bílinn að vandræðagrip? Hann lítur vel út og ég held varla að 20k geri hann ónýtan til frambúðar, ég býst við að gripurinn sé vandlega yfirfarinn… Anyway, hvað haldið þið um gallana á að kaupa svona bíl. Og það er óþarfi að segja mér að Ka séu asnalegir bílar ég hef oft keyrt þá… ;)