Ég var að fá bílhræ, Renault Nevada árg 90, og þegar maður er kominn á ca. 60km hraða kemur einhver bölvaður hávaði framan úr bílnum og eykst svo alveg því hraðar sem maður fer. Ef maður beygjir til vinstri þá eykst hljóðið aðeins, og kemur smá titringur í stýrið, en svo fer það ef maður beygjir til hægri.
Skilst að þetta hafi verið svona síðan bíllinn fékk smá flugferð í sumar….
Hvað er málið? Væntanlega eitthvað með hjóla- eða stýrisbúnað??