Jæja nú hef ég farið á báða staðina nokkrum sinnum í Reykjanesbæinn og einu sinni í Smáralindina.

Svo fór ég að bera þessa 2 staði saman og niðurstaðan var að Stebbi í Reykjanesbæ verður helst að hafa alltaf 2 fyrir 1 til að halda þessu gangandi hjá sér!
Eða það fynnst mér.

Gaurinn sem rekur go-kart í Smáralindinni vill að menn prenti út tilboðsmiða á netinu svo hann fái borgað fyrir heimsóknir á síðuna, þannig græðir hann, nokkuð sniðugt en soldið pirrandi þegar maður er mættur á svæðið!

Stebbi aftur á móti er með tilboð afar sjaldan fynnst mér en þegar þau koma þá koma menn líka til hans með bros á vör nýbúnir að horfa á fast and the furius eða álíka.

Svo það er ljóst að það er ódýrara að fara í Smáralindia ef maður nýtir sér tilboðin á netinu.
Ef maður tekið bensínlítirinn með myndi ég reikna með að það kosti 500 kall að keyra þangað fram og til baka ca.


Svo auðvitað er nú verðið ekki aðalmálið heldur skemmtunin!
Til þess er maður nú að fara.
Mér persónulega fynnst bílarnir í Smáranum (rafmagns) kröftugri en 270cc bílarnir hjá Stebba (þarf reyndar að fá hann til að forrita bílinn kröftugri næst)
svo eru þeir líka miklu þægilegri, þ.e að maður fer ekki úr Smáranum með bólgið bak!
Kannski það sé bara ég sem er með svona lélegt bak en ég veita að fl. hafa kvartað yfir sætunum.

Svo er það brautin sjálf. Gaurinn í Smáranum breytir sinni mánaðarlega svo að maður fær aldrei leið á henni!

Brautinn hjá Stebba er heldur ekki léleg en vissulega getur verið skemmtilegt að fá tilbreytingu og fá að aka annan hring.

Svo gleymdi ég þegar ég fór seinast til Stebba bilaði bíllinn :( en það getur nú alltaf skeð en ég hefði samt viljað fá auka hring sem ég fékk ekki, þar sem ég þurfti að bíða í smá stund eftir þjónustu (fá annan bíl) og svo þurfti ég að fara að ná upp aftur hita í dekkin og hraða!

Jæja hvað fynnst ykkur, hvora brautina farið þið?
Ég persónulega vill Smárann.