Ég er lengi búinn að vera í vandræðum með bíl sem ég er að gera upp. Bíllinn er Suzuki Samurai '92 með 1300cc blöndungsvél. Málið er að hann hangir ekki í gangi á hægaganginum. Það er búið að reyna ýmislegt (skipta um kerti, loftsíu, taka pústið undan) en ekkert gengur. Svo var mér sagt að það væri sennilega hægagangsnálin en ég það er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt minnst á. Er einhver sem getur sagt mér hvernig hún lítur út og hvar hana er að finna?<br><br>When in danger
when in doubt
run in circles
scream and shout
No guts, no glory