Hér hefur töluvert verið rætt um bensíneyðslu hjá túrbó Imprezum og því óþarfi að ræða hana eitthvað frekar nú. Það sem mig langar hins vegar að vita er hvernig 98-00 árgerðirnar af hefðbundnari fjórhjóladrifnum Imprezum hafa verið að koma út.

Málið er að ég hef verið að gæla við að kaupa mér eina slíka og þá helst með 2000cc vél og sjálfskiptingu. Hins vegar hef ég heyrt bæði að þær séu eyðslufrekar og sparneytnar og veit ekkert hverju ég á að trúa. Svo er auðvitað spurning hvort sá beinskipti sé þá betri kostur. Þriðji möguleikinn er síðan beinskiptur 1600cc bíll, en hann er náttúrlega ekki alveg jafn spennandi kostur og 2000cc bíllinn.

Gætu einhverjir upplýst mig um reynslu sína af þessum bílum?