Sælir félagar,

Þar sem ég er ekkert allt of fróður um það hvernig á að tengja bílhátalara ákvað ég að leita hingað. Þannig er það að ég er að tengja fyrir vin minn í bílinn hanns eftirfarandi, 2x 800w 3-way hátalara, 2x 500w keilur og hef til umráða 2x 1600w magnara. Nú spyr ég, bara til að vera viss, hvernig tengi ég þetta?

Ég hafði hugsað mér að tengja SUBWOOFER aftan úr græjunum, þar eru til staðar RCA tengi fyrir SUB og RCA tengi fyrir FRONT SPEAKERS. Ég er að spá í að tengja semsagt SUB með RCA aftur í magnara og þaðan í báðar keilurnar.

Svo er ég að spá í að taka hátalaraplöggið fyrir afturhátalarana beint úr græjunum og í annan magnara og þaðan í hátalarana.

Á ég að gera þetta einhvernveginn öðruvísi eða? Er nefnilega ekki alveg klár, annars er ég með öflugann Pioneer spilara.

Svo með magnarann, þarf ég að vera með svona svakalega sverann vír úr +. Hef séð marga svona og allir með svakalega feita víra.

Kv. Otti<br><br>“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian