Jæja, núna er maður á fullu að vinna í sumarvinnunni til að næla sér í smá pening til að leggja til hliðar til að versla sér brumma….því jú bílpróf núna í desember og einsgott að vera kominn á bíl þegar maður fær prófið!

Ég ætlaði fyrst að fá mér Golf…ca 94-97 árgerð..svartan með tinted windows afturí en það gengur ekki alveg vegna þess að í staðinn fyrir 400-500 þúsund krónur er ég með budget uppá 100 þúsund…svo ég spyr…hvaða bíl mæla menn með sem sinn fyrsta bíl?

Bílinn þarf eiginlega bara að hafa miðstöð og svo að hann líti ekki alveg eins út og rússneskur skipatogari. + ekki sakar að hann eyði litlu…

Eru menn með einhverjar hugmyndir fyrir mann?

Með von um hjálp! Krullih!
“Killing for Peace is like Fucking for Virginity”