Sælir. Ég er að fara kaupa mér bíl, en er ekki alveg klár á því hvaða tegund ég á að fá mér. Reikna með að verðið geti verið um 500-700 þús kr, helst ekki eldri en 5 ára og helst sparneytinn. Síðan má hann auðvitað hafa einhverja fídusa :)
Tegundirnar sem ég hef verið að spá í eru helst Nissan Micra, Peugeot 206 og Toyota Yaris. Hefur einhver hérna reynslu af bilanatíðni þessara bíla eða bara einhverjar almennar upplýsingar um þá sem gætu gagnast mér? Ætti ég kannski að velta öðrum tegundum fyrir mér?

Kveðja,
monty