Jæja góðan dag kæru Hugarar.

Nú er ég að pæla í að “peppa” bílinn minn aðeins upp í sumar. Ég á MMC Colt 1993 árgerð ekinn aðeins 136 þús og er að pæla í allskonar hlutum með hann. Er í námi og eins og allir vita er sumarfrí og á bara því miður ekki efni á að vera að versla mér annan bíl í augnablikinu svo ég ákvað að laga minn bara. Þetta er það sem ég er að pæla í að gera:

Langar að skipta út endakútnum á pústinu og setja kraftkút uppá flottara hljóð og smá “lúkk” aftaná hann. Hvar er hægt að láta gera það og hvað kostar það ? Setja svo einhvern flottan endastút.

Svo langar mig að setja hann á álfelgur ! Hvað kosta álfelgur undir hann (13 tommu dekk) ? Og ef einhver á álfelgur undir hann þá endilega sendið mér línu.

Svo er ég að pæla í hvernig ætli það komi út að setja flækjur í hann ! Þetta er 1300cc bíll og mig langar að vita hvort einhver hafi prufað það, að setja flækjur í colt !?!? Og hvað myndi það kosta ef ég myndi vilja fara þá leið ?

Svo eru dældir í húddinu sem mig langar að láta laga ásamt skakkri hurð og brettið að aftan er búið að lenda í smá “nuddi” og hefur rispast smá. Er einhver sem lagar skakkar hurðir og lagar húdd hérna gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu ;) ? Líka, ef ég myndi kaupa nýtt húdd, hvað kostar að sprauta það ? Er einhver hér sem kann það og getur kannski reddað því ? Og sprauta bara varahluti yfir höfuð, einhver hér sem er í þeim málum ?

Svo eru dökkar rúður algjört must finnst mér :) Hvar er ódýrast að láta gera það ?

Eitthvað líka til að gera hann kannski bara aðeins aflmeiri, annars er ég að spá aðeins með lúkkið en svo er ég með rosa plön með græjurnar í hann, enda lítill bíll í forminu eins og bassabox :D Þarf ekki mikið til að láta hann skoppa en það kemur seinna :D
Segi seinna frá því ævintýri :D

Hlakka til að heyra svör og endilega komið með uppástungur um hvað ég eigi að gera.

Garðar
ddurtur@hotmail.com<br><br><a href="http://haste.einelti.net/news.php">ha$te</a>|-MerziNary