Ég hef verið að leika mér svolítið að RUF btr 1 núna, virkilega skemmtilegur bíll. Semi racing fjöðrun, því að smávegis roll er nauðsynlegt fyrir skemmtanagildið, púst og engine balancing, tveggja diska kúpling og fyrsta stigs létting. svo eru það soft dekk.

Ástæðan fyrir því að hann er ekki fulltjúnaður, með öllum vélarhlutum, race kassa, race fjöðrun og supersoft dekkjum, er sú að hann er skemmtilegri svona. Raunverulegri en ef hann væri 600 hestöfl…

Svo er það Skyline, r33 400r þá aðallega.. 642 hestöfl, skemmtileg kraftskipting í fjórhjóladrifinu, örugglega 65/35. hann getur yfirstýrt alveg svakalega! öll lögmál um grip verða að engu í þessum bíl, góð skemmtun.


hvað er verið að keyra núna?