Jæja, núna í sumar(ef allt gengur að óskum) fer ég með félögum mínum til Þýskalands til að versla Benz.
Að öllum líkindum verður 190E 2.5 fyrir valinu.
Mér langaði bara að fá ykkar skoðun á þessum bíl.

Það er nú enginn hægðarleikur að finna svona bíl sem er ekki ekinn í kringum 200 þúsundin. þannig að ég spyr, ætti svona bíll ekki að endast langt fram yfir 200 þús km. ef hann er vel með farinn og rétt haldið við?

Já og eitt enn, er ekki einhver maður þarna úti sem finnur bíla fyrir fólk?
Ef svo er, vitiði hvað hann tekur fyrir slíka þjónustu, þá meina ég bara að finna bílinn, ég sé um restina.<br><br>__________________________________________________

Growing Old Is Unavoidable,
Growing Up Is Optional.

“I think there is a world market for maybe five computers.” – Thomas Watson, chairman of IBM, 1943
__________________________________________________