Það var þannig að bíllinn minn hefur verið rafmagnslaus.
Ég gaf honum start og þá fór hann í gang og lét hann ganga töluvert lengi og þandi hann eitthvað til að hann myndi hlaða meira.
Svo þegar maður er búinn að drepa á honum þá fer hann ekki aftur í gang.

Ég mældi hann með spennumæli hvort hann væri að hlaða og hann var að hlaða alveg fínt (14,??V)

Svo tók ég tengin af pólunum og sá að þau voru mjög óhrein og tengin sömuleiðis, svo ég þreif þau með vatni og stálbursta og tengdi svo aftur.
Ég tók eftir því að það vantaði líka vatn á geyminn svo ég setti hreint vatn inná hann nema það að ég stútfyllti hann óvart (setti 1L)
Svo þegar ég var búinn að tengja og allt virtist klárt ákvað ég að prufa að gefa honum start en það bara gerðist ekki neitt, bíllinn var bara samasem dauður!
Svo ég er að spá er ekki í lagi að fylla geyminn svona?
Ef ekki hvað á ég þá að gera?

Ég tengdi bílana svo alveg rétt saman og bíllinn er ssk svo ég get ekki rennt honum í gang.