Ég er nú löngu búinn að komast að því að það er stórhættulegt að vera í umferðinni hér í rvk! En ég má til með að segja frá einu atviki í dag. Ég var að koma keyrandi niður veg í grafarvogi, man ekki hvað hann heitir en það er sá vegur sem er frá spönginni og liggur framhhjá gylfaflöt, það sem shell er. Þegar ég á stutt eftir í ljósin kemur vörubíll á móti mér og annar bíll við hliðina á vörubílnum, á minni akrein! Ég byrja á því að blikka gaurinn því ég nálgaðist þá hratt. Hann góndi bara á mig eins og ég væri eitthvað þroskaheftur og færði sig ekki neitt, ég varð að keyra útaf til að smella ekki bílnum mínum framan á hann!! Sem ég reyndar hef'ði átt að gera því ég væri í 110% rétti…nánast.
Svo var ég næstum búinn að láta keyra inní hliðina á vinnubílnum mínum vegna kerlingarinnar fyrir framan, en við vorum á hálfgerðri frárein sem er til að beygja til vinstri og þá þarf maður að keyra yfir akrein þar sem bílar koma á móti. Þar eru bílar að koma á móti en samt það langt að báðir bílarnir kæmust leikandi yfir. Kellan fyrir framan fer yfir og ég á eftir… en nei þá dettur henni í hug að negla niður til að hleypa einhverjum aula útúr bílnum. Við þetta lokar hún auðvitað á mig sem var eins og bjáni þarna fyrir öllum bílunum sem voru að koma á móti!!!!
Þetta er bara brot af því sem ég lenti í í dag. Alveg ótrúlegt hvað sumir geta verið glærir í hausnum!!
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96