Samkvæmt “bílablaði” Moggans þá verður Ferrari Enzo á meðal þeirra bíla sem verða á Sportbílasýningunni sem verður í Höllinni 21.-23. maí.
Bíllinn er eins og flestir vita auðvitað rándýr (87 milljónir ISK) og eld snöggur upp í hundraðið eins og Ferrari er von og vísa.

En hér kemur athyglisverður kafli, tilvitnun hefst: <i>Bíllinn, sem er í einkaeigu, er fluttur hingað til lands frá Þýskalandi. Eigandinn er Kevin Standford, fyrrverandi eiginmaður tískudrottningarinnar Karen Miller. <b>Hann býr hér á landi</b> með íslenskri unnustu sinni, en geymir bílinn í Bretlandi.</i>

Það er vonandi að svona maður taki upp á því að flytja hingað einhvern bíl sem varið er í, svona til daglegra nota. Svo er spurningin hvort að einhver viti hvernig bíl þessi maður keyrir á?

Af öðrum bílum verða m.a. Lamborghini Gallardo og Lotus Elise. Heildarverðmæti bíla á sýningunni er talið vera um 700 milljónir.
Það er gaman að það er loksins farið að flytja inn bíla til sýningarhalds sem eitthvað er varið í, fyrst Porsche Carrera GT og svo væntanlega Ferrari Enzo. Held að fólki þyki skemmtilegra að skoða þetta en formúlubílana sem voru fluttir inn á tímabili til sýningarhalds.