Er búin að komast að því að þetta er stórt vandamál á annars skemmtilegum bíl.
Kringum glugga og hurðir (þekkt vandamál) og núna bak við bensíngatið. Við héldum að þetta væri bara utan á, kringum gatið. Það var lagað og mánuði síðar var allt gult aftur. Við létum aftur kikja á þetta og þá kom í ljós að þetta er allt í hassi undir og er eiginlega komið í gegn.
Tveir kostir í stöðunni: Almennileg viðgerð, sjóða og skera og sprauta allt brettið: 70-90 þúsund kr takk fyrir

Bráðabirgða: setja trefjaplast og loka þessu tímabundið: 15 þúsund.

Viðgerðarmaðurinn hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður.

Ég hef verið að horfa á aðra Ka bíla og tek eftir að á mjög mörgum er byrjað að koma ryð kringum opið. Ég vil benda þeim á að láta kanna ástandið á bak við.