Jæja nú er komið að því að kaupa sumardekk. Bíllinn er ´83 SAAB 900 TURBO. Hann er sennilega um 180 hö eins og er, og þeim fer fjölgandi… og þau eru öll notuð ;) Þannig að mig vantar dekk sem þola aggressífan akstur undir ca. 1300 kg. framdrifsbíl. Eiginleikar sem ég er að leita eftir eru allir þessir venjulegu: Hversu hratt slitna þau, hvernig er gripið (bæði í þurru veðri og rigningu), hversu mikið er veghljóðið frá þeim, hvað eru þau þung, hvað kosta þau, og ábyggilega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu.

Dekkjastærðin sem ég er að leita eftir er 195/60 15. Hvaða dekkjum mælið þið með? Hvað hefur reynst ykkur vel? En illa?