Ég vaknaði í morgun hress og kátur af því að á miðvikudögu kemur út bílablað moggans með Morgunblaðinu.

Á forsíðunni stendur: Lotus Esprit á Ísafirði eða eitthvað álíka. Man ekki alveg hvar hann var, enda var ég ekki að taka eftir því. Þar sem Esprit er einn af mínum uppáhalds bílum varð ég stóreygur og fletti beint á síðuna um þetta.
Það sem ég sá þar var pínulítið svekkjandi.
Bíllinn sem átti að vera Lotus Esprit var Lotus ELISE!!!
Það var ekki bara einu sinni skrifað, heldur var þetta þvers og kruss út alla béfaða greinina!!
Getur verið að idiotið sem skrifaði þessa grein sé svona bölvanlega heimskur að rugla þessum bílum saman eða er eigandinn að blekkja sjálfan sig með því að halda að þetta sé Esprit. Finnst mér að ef annar hvort lesi þetta, eigi hann að svara til saka. Þetta fannst mér ólýsanlega asnalegt hjá þessu annars ágæta blaði.
Núna er ég búinn að hella úr skálum reiðinnar. Er pirraðri en vanalega af því klukkan er rétt um 09:00

Trabbi <br><br>“ Supercharging is a pervertion of design. If you want more power, build a bigger engine. ”

-W.O. Bentley-


“ THE TRUE REVOLUTIONARY IS motivated by the feelings of love ”

-Che Guevara-