300 hestafla Volvo S60 R á leið til Íslands

Breytt ásýnd Volvo er staðreynd. Gífurleg þróun hefur orðið hjá Volvo og nýir bílar verið kynntir árlega undanfarin 5 ár. Þrátt
fyrir miklar breytingar leggur Volvo mikla áherslu á að grunngildin um öryggi, endingu og þægindi séu áfram til staðar. Nýjar áherslur í hönnun hafa síðan gjörbreytt ásjónu Volvo sem hefur fest sig í sessi meðal helstu lúxusmerkja heimsins.

Nú hefur Brimborg ákveðið að flytja til landsins öflugasta Volvo bíl fyrr og síðar, Volvo S60R. Volvo S60R er akstursbíll fram í fingurgóma með öllum þægindum og öryggi sem Volvo býður upp á. Hestöflin eru 300 sem koma frá öflugri 2.5 lítra vél með háþrýstiforþjöppu og skilar hún 400 Nm í togi.
Upptakið er 5,7 sekúndur í 100 km. hraða með 6 gíra handskiptingu. Volvo S60R er fjórhjóladrifinn og er hann búinn hátæknifjöðrun með svokallaðri Four-C tækni. Það þýðir að fjöðrunarkerfið er tölvutengt fjórhjóladrifinu, stöðugleikastýrikerfinu, vélarkerfinu, hemlum, stýri og
fleiri þáttum. Á einstaklega nákvæman hátt nemur kerfið allt að 500 sinnum á sekúndu gífurlegt magn upplýsinga um aksturinn til þess að geta lagað bílinn og fjöðrun að akstursmynstri á hverjum tíma. Ökumaður velur um þrjár gerðir fjöðrunarstillinga sem kallast Comfort, Sport og Advanced.

Sérstakar R innréttingar eru búnar gæðaefnum og sætin eru einstaklega sportleg með sérvöldu leðuráklæði. Mælaborð og mælar eru sportlegir og hljóðkerfið er gríðarlega öflugt og inniheldur 13 hátalara, Dolby Surround Pro logic Stereo ásamt 4 diska geislaspilara. Innbyggður GSM sími er í bílnum og er
innbyggður hljóðnemi í baksýnisspegli og hátalari í höfuðpúða. Framsæti eru rafdrifin og upphituð. Mjög fullkomið loftkælikerfi með sérstöku lofthreinskikerfi er einnig í bílnum. Pegasus 18 tommu álfelgur með Pirelli P-Zero Rosso 235/45 hjólbörðum hlífa öflugu ABS hemlakerfi með 330mm hemladiskum.

Volvo S60R staðreyndir:

Vél: 5 strokka, 20 ventla, 2.5 lítra línuvél með háþrýstiforþjöppu og tveimur millikælum.
Hestöfl: 300 við 550 snúninga á mínútu
Tog: 400 Nm við 1950-5250 snúninga á mínútu
Hröðun: 0-100 km. á 5,7 sekúndum
Hámarkshraði: 250 km. á klst.
Bensínnotkun: 10,7 lítrar á 100 km, blandaður akstur
Mengun CO2: 256 gr/km.
Drif: Alsjálfvirkt fjórhjóladrif
Skipting: 6 gíra handskipting eða 5 gíra sjálfskipting
Fjöðrun: Tölvustýrð fjöðrun með vali um Comfort, Sport eða Advance stillingu
Aksturseiginleikar: DSTC stöðugleikastýrikeri
Hemlar: ABS með kældum 330mm diskum að framan og aftan með neyðarhemlun(EBA)og hemlajöfnun(EBD)
Stöðvunarvegalengd: 100 km. hraði í núll er 36 metrar
Stýri: Hraðanæmt vökvastýri
Felgur og dekk: Pegasus 18 tommu álfelgur með Pirelli P-Zero Rosso 235/45 18 hjólbörðum
Aðalljós: Xenon gasljós
Loftstuðull: Cd 0.29
Öryggi: Bílbeltastrekkjarar og 6 öryggispúðar, WHIPS bakhnykksvörn.

Volvo S60R verður frumsýnur á sportbílasýningunni í Laugardalshöll 20-23 maí næstkomandi.
Verðið verður kynnt á sýningunni en ljóst er að það verður einstaklega hagstætt miðað við bíl í flokki lúxussportbíla með sambærilegan búnað.

Kveðja

Ágúst Hallvarðsson
Sölustjóri Volvo
Brimborg