Jæja þá kom að því að bíllinn minn gafst uppá mér…
Ég keyrði vestur til ísafjarðar um páskanna á mínum eðalvagni, Hyundai Pony, og þegar maður er svona utanbæjar þá steig ég alla 1500cc í botni:)
En daginn eftir þessa ferð byrjaði eitthvað leiðindahljóð í vélinni. Þetta hljóð er mest þegar hann er nýkominn í gang og vélin er köld. Svo minkar það mikið þegar vélin hitnar, en kemur samt ef ég gef inn.

Dettur ykkur eitthvað í hug? Mér datt í hug stangarlegur, ég á bara eftir að kíkja á það… en ef ykkur dettur eitthvað annað í hug endilega látið mig vita!
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96