Fór á þessa sýningu í gær uppi í B&L og ég varð svolítið fyrir vonbrigðum. Jújú, það voru nokkrir nokkuð svalir bílar þarna eins og Ford F150 SVT Lightning, 500 hestafla gripur:)
Svo var þarna illa farinn Nissan 350Z og 911 Turbo Cabrio.
Ég var líka nokkuð hrifinn af Yenko Camaro sem mér finnst ótrúlegt að sé alvöru vegna þess að aðeins 69 stykki voruframleidd. Tel hann frekar vera clone.

Mér fannst nokkuð eins og umsjónarmennirnir hafi verið í krísu því þarna var líka “Type-R” civic þeirra “Tómó” bræðra og út jöskuð Toyota Supra sem var mjög illa farin, en sennilega best farna Supra á landinu.
Svo var þarna afmælisútgáfa af Pontiac Firebird/Transam sem var nokkuð svalur.
Nokkur mótorhjól og falleg Suzuki Hayabusa með nítrókerfi sem nær 300 km hraða á innan við 10 sekúndum
Einn af toppunum á sýningunni var Carlsson breyttur Benz SL55 AMG með minnir mig 460 eða 560 stóðhesta.
Felgurnar og dekkin eiga víst að kosta í kringum 2 milljónir.

Ég man að það var einhver umræða um þennan bíl á sínum tíma en ég man ekki hvað var sagt um hann þá. Það væri fínt ef einhver kæmi með góðar upplýsingar sem hann veit, því þetta er geeeeðveikur bíll!!!
<br><br>“ Supercharging is a pervertion of design. If you want more power, build a bigger engine. ”

-W.O. Bentley-


“ THE TRUE REVOLUTIONARY IS motivated by the feelings of love ”

-Che Guevara-