Sælir félagar!

Nú er ég í smá veseni. Þannig er mál með vexti að vinur minn er á Hilux x-cab '91 v6 3000. Við ætluðum að fara og tengja geislaspilara í bílinn, en það gekk ekki. Málið var að við fundum ekki straumsnúruna frá geyminum og allar þær snúrur sem við fundum voru straumlausar. Okkur datt auðvitað það augljósa í hug að öryggi væri farið þar sem klukkan í bílnum og ljósið inn í hinum voru dottin út. Við skoðum öll öryggi (bílinn er með tvöfalt rafkerfi) en allt kom fyrir ekki. Öll öryggi í lagi nema eitt sem er bráðnað í og er þar að auki fyrir afturljósin.
Við gefumst loks upp á þessu rugli og eigandinn sættir sig við að borga bara verkstæði fyrir að tengja spilarann almennilega.
Við ætlum því að keyra af stað en bílinn fer ekki í gang!

Málið er að hann startar og allt en fer bara ekki í gang, svona eins og hann væri bensínlaus.
Dettur ykkur eitthvað í hug hvað málið gæti verið?

Með fyrirfram þökkum,
-equis