Svoleiðis var það að ég var að keyra Miklubrautina, að koma niður Ártúnsbrekkuna á um 80 km/h, alveg að koma að ljósunum þar sem Grensásvegur og Miklabraut mætast. Ég var á hægri akrein af þremur og strætisvagn á stoppistöð. Ég tek eftir því (ekki erfitt, 20 tonna gult flykki í kantinum) og færi mig yfir á miðjuakrein svo hann geti lagt af stað án þess að bíða eftir að ég færi framhjá eða ég að hægja verulega á mér.
Allt í lagi með það, ég að reyna að liðka til fyrir umferðinni, nema strætisvagninn fer á ská útá götuna og í veg fyrir mig, sem var á miðjuakrein, svínar líka á bíl sem var á vinstri akrein og fer yfir á beygjuakrein hinu megin á götunni, s.s. beygir til hægri á grensásveginn, í átt frá skeifunni, án þess sem svo mikið að gefa stefnuljós.

Hvað var hann að pæla?
Í fyrsta lagi er alls ekki sniðugt að hafa stoppistöð fyrir strætó þannig að hann þurfi að fara yfir 3 akreinar á einni af umferðarþyngstu götum landsins, og í öðru lagi að gefa ekki stefnuljós og þykja barasta allt í lagi að svína á tvær bifreiðar, samtals 4 mannslíf. Á tuttugutonna flykki.
Ykkur finnst þetta kannski nöldur, en mér er svosem sama!
Skoðið aðstæðurnar næst þegar þið keyrið þarna framhjá.

Kv. Gummi
<br><br><b>ÞETTA!</b> er undirskrift!