Ég fór í morgun til keflavíkur og inn á svæðið sem varnarliðið er með, var aðallega á svæðinu sem slökkviliðið er. Þar fyrir utan er stæðsta malbikaða svæði sem ég hef á ævinni séð!!! Ég bara að tala um svæðið sem er á milli flugskýlanna, ekki flugbrautirnar. Þarna eru ófáar þúsundir fermetra af rennisléttu malbiki.
Auðvitað var bara eitt sem ég hugsaði… tilvalið leiksvæði fyrir bíla.

Svo var mér sagt að það væri einn dagur á ári sem almenningi er hleypt inn á svæðið á einkabílum, margir hefðu verið að spyrna þarna.

Hefur einhver hér heyrt af þessu? Eða veit hvenar þessi dagur er?

(ég reyni að senda inn mynd af þessu)
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96