Í morgun varð ég vitni af því þegar það að vera svolítið töff var meira virði en öryggi.

Ég var á leið til vinnu, og skyggni var allt annað en gott (myrkur, rok og rigning). Allt í einu skýst bíll framhjá mér en ég sá hann ekki fyrr en mjög seint því í stað aðalljósa voru einhver græn neonljós kveikt. Bíllinn sást varla. Í svona skyggni er það vítavert.

Þegar hann var kominn framhjá mér þá hugsaði ég með mér að fyrsti löggubíll sem yrði á vegi hans myndi örugglega stoppa hann. Viti menn, 2-3 mínútum síðar mætum við bílum, og einn þeirra skellir bláum diskóljósum á og snýr við, á eftir þeim með grænu ljósin. Þegar ég keyri framhjá þá sé ég að sá var búinn að kveikja aðalljósin.

Ég verð að viðurkenna að ég vorkenndi þessu greyi svolítið, en það var öllum fyrir bestu að hann var stoppaður. Öryggistæki eru ekki til að leika sér með, og aðalljós bifreiða eiga að vera kveikt, en það skiptir einmitt sérstaklega miklu máli við svona aðstæður.

Svo skil ég ekki í mönnum að gefa svona færi á sér. Ég held að flesti beygji reglurnar aðeins þegar það hentar þeim, en þarna eru menn að egna beitu fyrir lögguna og það er vitað mál að hún bítur á, og ökumaður fær í besta falli viðvörun en líklegast sekt og punkta.

Notum öryggisbúnað bílsins rétt, þetta eru ekki leikföng!

JHG