Það er frekar algengt, og er ísland engin undantekning, að gamlir bílar sem einvher ungur maður keypti, í kringum svona 1960-70, einhvern eðalvagn, sem nær nánast 2 metrum í breidd, rosa v8 vél, Cadillac eða Buick eðalvagnar. þeir eiga heima á sveitabænum sínum, og sendast ferðir í kaupstaði á vagni sínum sem er stolt og prýði bæjarins.
Seinna meir verður hann af leggja af notkun á bílnum, fá sér jeppa og taka við af búskapnum. Hvað er það meira tilvalið en að skella bílnum inní hlöðu og bíða betri tíma.
Núna eru sennilega margir bílar sem sitja ennþá í hlöðu á bænum sínum og bíða eftir að fá að brenna aðeins meira bensín.
Margir safnarar eða áhugamenn gera sér ferðir í sveitbæi og kaupa gamla gimsteininn af bóndanum og gera svo gripinn upp. En ég er ekki neinn safnari sem hef rosa sambönd eða þekki einhver þannig séð. Svo ég var að forvitnast hvort að einhver af ykkur ,ágæta fólk, mundi eftir einhverjum vagni (1960-75) í ágætu ástandi sem að er ekki í notkun og eigandinn hefði ekkert á móti að selja gripinn. Þarf ekkert endilega að vera úr sveit :) nefndi þetta bara sem dæmi.

Fyrirfram þakkir, Friðrik<br><br>“<i>we are brothers
from different mothers”

“Might
is Right</i>”
“we are brothers