Góðann daginn!

Þannig er mál með vexti að ég er á gömlum MMC Lancer, 1500 vél, beinskiptur og eyðslan á honum er að gera út af við mig!
Á köldum dögum erum við kannski að tala um ca. 20 per. hundrað!!!

Ég er búinn að yfirfara kveikjukerfið, skipta um loftsíu og heddpakkningu, en alltaf eyðir hann jafn miklu, þó hefur hún aukist eftir t.a.m. heddpakkningarskiptin!

Lumið þið nokkuð á einhverjum upplýsingum um hvað málið gæti verið?
Með fyrirfram þökkum,

-equis