Hæbb, ég hef ekki póstað hingað áður því að ég hef aldrei átt bíl… fyrr en núna nýverið :)

Mér var gefinn SAAB 9000 Turbo '89 model og það er búið að aka hann ca. 230000. Ég hef verið að dunda mér við að læra inná hann og laga hann. Þurfti að skipta pakkningu við pústgrein/vél og verið að laga ýmsar rafmagnstruflanir og svona smotterí.

Það sem ég ætla að spyrja um er:

Hvað er það sem ég ætti helst að athuga á svona gömlum bíl? Hvernig get ég vitað hve langt síðan var skipt um tímareim? Það er nánast nýr rafgeimir í honum og kertin eru öll í top standi, virðist vera búið að taka vélina upp einhverntíman. Samt sem áður í lausagangi dettur hann stundum niður í 600 snúninga og það hefur drepist 2svar á honum þégar verið var að taka af stað í brekku… gaf inn og tók af stað en drap á sér um leið og hann átti að skitpa.

Well, þetta er nóg í bili… ef að þið getið gefið mér einhverjar upplýsingar, þá er ég sáttur.

Takk fyrir.