Ég á MMC Galant 1993 (nýja lookið) og var bróðir minn 18 ára bílstjóri fyrir mig á laugardagskvöldið þar sem ég hafði aðeins fengið mér að drekka. Hann sótti mig og 3 aðrar stelpur niður í miðbæ um nóttina og á leiðinni heim stoppum við á ljósum við Pizza Hut á Reykjanesbrautinni. Við hliðina á okkur er annar Galant alveg eins nema bara Hatchback bíll og var ákveðið að taka smá spyrnu…nema hvað að Galantinn minn rúllaði yfir hinn sem ég var voða ánægð með. Tek það fram að þetta er í fyrsta skiptið sem ég samþykki svona spyrnu en það var engin önnur umferð.

Svo stoppuðum við í Neðra-Breiðholti og skoðuðum bílana okkar. Þá er þetta Galant 1994 beinskiptur (minn er sjálfskiptur) og ég var eiginlega hissa á að hann hafði ekki tekið okkur í spyrnunni. Hinn bíllinn er innfluttur frá Danmörku (hverjum datt það í hug) og rosalega fallegur enda ekki margir hatchback Galantar í umferð, bara 4.

Annars er ég að hugsa um að mæta á mínum Galant (fallegasti og vel með farnasti Galantinn í bænum) á Hugasamkomuna þann 28 næstkomandi.

Gleðileg jól!

IceCat<br><br><b>eaue skrifaði:</b><br><hr><i>Ég hef ákveðið að gera alltaf það sem mér þykir réttast í kattauppeldi, og það er að hlýða kisa í einu og öllu</i><br><h