Ég var svo “heppinn” að erfa eftir afabróðir minn, Toyota Camry 2000 XLi Station árgerð 1987 ekinn 60.000 km frá upphafi! Hann keypti bílinn nýjan á sínum tíma og notaði hann bara á sumrin frá upphafi. Hann hugsaði afskaplega vel um þennan bíl, tók frambrettin af og setti tektíl í allt draslið og það er ekki til ryð í þessum bíl. Það er smurbók í bílnum og hann lét skipta um olíu á 1500 km fresti. Lét skipta um tímareim stuttu áður en hann dó. Hann er alveg einsog nýr þessi bíll

Ég tími nú varla að selja þennan grip, en hvað gætuð þið ímyndað ykkur að þessi bíll væri mikils virði?<br><br>OH.
OH.